Þrír lyklar af góðu lífi fyrir ungt fólk

Þrír lyklar að góðu lífi fyrir ungt fólk

Samvera


Rannsóknir hafa sýnt að SAMVERA með fjölskyldu skiptir hvað mestu máli þegar kemur að vellíðan ungs fólks. Þau ungmenni sem eiga uppbyggilega samveru með foreldum og vinum, og fá stuðning eru líklegri til að, ná betri árangri í lífinu. Verum til staðar fyrir hvort annað. Stuðningur foreldra skiptir máli!

Þátttaka í skipulögðu íþrótta-

og tómstundastarfi


Sýnt hefur verið fram á að þátttaka í SKIPULÖGÐU ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASTARFI skiptir miklu máli fyrir framtíð barna og ungmenna. Þau ungmenni sem taka þátt í skipulögðu starfi eru líklegri til að ná árangri, hvort sem um ræðir til dæmis íþróttir, tónlist, starf í skátum, félagsmiðstövum eða ungmennahúsum. Mikilvægast er að finna það sem vekur áhuga hvers og eins. Hvetjum börn og ungmenni til virkrar þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.


Leyfum heilanum að þroskast


Leyfum heilanum að þroskast því hann er að mótast fram yfir 20 ára aldur. Áfengi hefur slæm áhrif á þroska heilans því skiptir máli að taka upplýsta ákvörðun um að fresta því að drekka áfengi eða sleppa því alveg. Koffín, nikótín og önnur örvandi efni ætti að forðast og huga að góðum nætursvefni, næringu og hreyfingu. Hvert ár skiptir máli - Gefum heilanum tækifæri til að þroskast!

Share by: