Kæru nemendur,


Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands og er í samvinnu við ýmsa aðila sem koma, með einum eða öðrum hætti, að málum unglinga.

 

Dagskrá fer fram í 9. bekkjum grunnskóla um land allt þar sem þið eruð beðin um að taka virkan þátt í umræðum um forvarnir.


Ykkur skipt í vinnuhópa þar sem þið eruð beðin um að ræða þessi málefni. Þið veljið hópstjóra sem munu stýra umræðunum, taka niður punkta og skráið hjá ykkur og sendið hugleiðingar hópsins á netfangið forvarnardagur@landlaeknir.is.


Því næst verður sýnt myndband um stuttmyndakeppni sem við hvetjum ykkur að taka þátt í. Í stuttmyndakeppninni þarf að fjalla um þau þrjú, tvö eða bara eitt af þeim atriðum sem Forvarnardagurinn leggur áherslu á. Þau atriði eru þau sömu og þið fjallið um í umræðum ykkar í skólanum í dag.


Um leið og við þökkum ykkur kærlega fyrir þátttökuna hvetjum við ykkur endilega til að nýta þetta tækifæri til að láta ljós ykkar skína og segja hvað ykkur finnst. Vonandi verður dagurinn okkur öllum ánægjulegur og áhugaverður!


Kveðja frá stýrihóp Forvarnardagsins.


Sækja bréf