Stuðningur Actavis

Actavis leggur metnað sinn í að taka þátt í samfélagslegum verkefnum á starfssvæðum sínum í meira en 30 löndum víða um heim.

Með þátttöku í þeim vill Actavis láta gott af sér leiða á sviðum sem snerta velferð barna, heilbrigði, þekkingarsköpun, menningu og íþróttir.

Það er Actavis því sérstök ánægja að taka þátt í Forvarnardeginum sem hefur það markmið að koma í veg fyrir vímuefnaneyslu ungmenna.

Af fjölmörgum öðrum verkefnum félagsins má nefna alþjóðlega vímuvarnarverkefnið "Youth in Europe", stuðning Actavis við Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, stuðning félagsins við ýmis samtök víða um heim sem hafa velferð og heilbrigði barna að leiðarljósi, og við ýmis íþróttafélög og skylda starfsemi sem stuðlar að betri heilsu og vellíðan.

www.actavis.is

Verkefnið er styrkt af Actavis
Fyrirspurnum og ábendingum má koma á framfæri á netfangið forvarnardagur@forvarnardagur.is