Nýjustu fréttir

Eftir Lisbet Sigurðardóttir 27. september 2024
Lýðheilsuvísar 2024
30. ágúst 2021
Margrét Lilja Guðmundsdóttir fjallar um niðurstöður skýrslu um Forvarnardaginn 2020.
Fyrirlestraröð R&G Lykiltölur í lífi barna
23. september 2020
Dr. Ingibjörg Eva Þórisdóttir, sérfræðingur hjá R&G, mun fara yfir nýjungar á vef Rannsókna og greiningar sem ber heitið Lykiltölur í lífi barna. Um er að ræða opinn landsaðgang að nýjustu rannsóknum R&G, Ungt fólk 2020.

Forvarnardagurinn

Miðvikudaginn 1. október 2025 verður Forvarnardagurinn  haldinn, í  tuttugasta skiptið, í grunn- og framhaldsskólum landsins. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og þá er sjónum sérstaklega beint að ungmennum í 9. bekk og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Á Forvarnardaginn ræða nemendur um nýjustu niðurstöður rannsókna á þeirra aldurshóp og hugmyndir sínar um samveru, íþrótta- og tómstundastarf og því að leyfa heilanum að þroskast og hvaða áhrif þessir verndandi þættir hafa á líf þeirra. Þau vinna í hópavinnu og skrá hugmyndir sínar; síðan er svörum safnað saman til að finna samnefnara í umræðum þeirra. Þá gefst þeim kostur á að taka þátt í leik þar sem þau vinna með þá þætti sem dregið geta úr áhættuhegðun. Verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðar á árinu.




Hverjir standa að Forvarnardeginum?

Embætti landlæknis stendur að deginum í samstarfi við embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Skátana, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greiningu, Planet Youth, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samfés, Heimili og skóli Samstarfi félagasamtaka í forvörnum og Ríkislögreglustjóri.

SAMSTARFSAÐILAR